top of page

BÆNDUR

Hér er hægt að fræðast um framleiðendur á svæðinu og hvar þú getur nálgast vörurnar þeirra. Allar vöru sem koma beint frá býli og eru framleiddar og unnar í vottuðum eldhúsum á bæjunum eða í Matarskemmunni á Laugum. Skemmtilegar matarhefðir eru á svæðinu en í framleiðslunni sjáum við helst unnið og reykt kjöt, ferskan og reyktan silung, hverabakað rúgbrauð og fleira góðgæti. 
 

Veljum íslenskt! 

reykkofinn.jpg

Heimareykt - bragðsins vegna!

Sauðfjárbændur á Hellu í Mývatnssveit sem fullvinna afurðir sínar og selja beint frá býli. Í Litlu sveitabúðinni er haldið fast í gamlar matarhefðir. Taðreykt kjöt og reyktur silungur sem svíkur engan.  Lambakjöt, sauðkjöt og ærkjöt!

Afurðir þeirra eru gjarnan á matseðli hjá Fosshótel Mývatn, sem er staðsett beint á móti þeim á Grímsstöðum í Mývatnssveit.

www.hangikjot.is

Steina og Biggi

hanna magga og runar vallakoti.jpg

Aðalafurð er nautakjötið, fullmeirnuð án allra aukaefna. Býlið hvílir undir grösugri Fljótsheiðinni þar sem féð gengur á sumrin. Þau bjóða upp á lambakjöt, bæði ferskt og reykt og selja að auki reykta bleikju, sultur, sperðla og grafna nautavöðva. 

Halli í Dalakofanum ber einungis fram hamborgara með kjöti frá Vallakoti! 

www.vallakot.is 

Hanna Magga og Rúnar

Vallakot heimavinnsla

20210518_201138_edited.jpg

Bændurnir í Múla 1 og Presthvammi í Aðaldal þau Kjartan, Sonja, Sæþór og Hildur tóku höndum saman og létu gamlan draum rætast. Þau hafa útbúið glæsilega heimavinnslu og selja gæðakjöt beint frá býli. 

Íslenskt Nautakjöt eins og það gerist best.

 


Gæðakjöt á facebook og símar 895-3322 eða 898-8327

Gæðakjöt

Verslaðu beint frá býli

Héðinn Sverrisson.jpg

Héðinn Sverrisson

Geiteyjarströnd

Reykhúsið á Geiteyjarströnd er landsþekkt fyrir einstakan reyktan Mývatnssilung. Silungurinn er þverskorinn, þurrsaltaður af kostgæfni, þveginn upp úr köldu vatni og hengdur til þerris. Að því loknu er hann reyktur í 4-5 daga við taðreyk. Reykhúsið byggði Héðinn árið 1979 og enn er í meginatriðum verið að gera sömu hlutina þar innandyra, rúmum 40 árum síðar.

Silunginn færðu í öllum helstu matvöruverslunum, Icelandair hotel og Eldá í Mývatnssveit.

svartarkot reykkofi.jpg

Í Svartárkoti er reyktur silungur, aðallega regnbogasilungur frá Laxamýri. Silungurinn er reyktur í torfkofa við tað eftir gamla laginu en hefðin að reykja silung nær þrjá ættliði aftur í Svartárkoti sem er innsti bær austan megin í Bárðardal.  

 

Hægt er að panta silunginn beint frá Svartárkoti en einnig er hann til sölu í Dalakofanum og í Kiðagili.

Kynslóð eftir kynslóð

Svartárkotssilungur

gylfiyngva.jpg

Gylfi Yngva

Reykhúsið Skútustöðum

Silungurinn er taðreyktur í torkofum með aðferðum sem byggja á ævigamalli hefð. Gylfi lærði listina af Jóni Kristjánssyni föðurbróðir sínum og hefur reykt silung í tæp 40 ár. 

Silungurinn er landsþekktur. Hann fæst í matvöruverslunum og á veitingastöðum á svæðinu. Það er líka hægt að kaupa hann á Skútustöðum en þar er ávallt reynt að vera með nýreyktan Mývatnssilung. Einnig fæst þar tvíreykt sauðahangikjöt í smáum pakkningum.
 

390643_310572185638772_616299869_n.jpg

Ólöf

Vogafjósi

Ólöf er brautryðjandi á sínu sviði og byrjaði snemma að selja mat frá býlinu til gesta sinna í Vogafjósi. 

Reykt heimagerð bjúgu, heimareykt hangikjöt, reyktur silungur, hverabrauð og hvannasnafs. 

www.vogafjosfarmresort.is

316131_10150302023455025_585620024_82109

Stóruvellir

Hamsatólg og útikerti

Á Stóruvöllum er bræddur mör eða lambafita sem er fenginn frá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Með þessu nýtast allt að 60 tonn á ári af náttúrulegu hráefni sem annars væri hent. Uppistaðan í framleiðslunni er hamsatólg en einnig er framleidd hrein tólg og útikerti. Vörurnar fást í öllum almennum matvælabúðum.

www.storuvellir.is 

21366988_1490645894362185_11516515317985

Freddi og Halla

Kjöt fyrir Kaffi Borgir

Freddi og Halla reka sauðfjár- og geitabú á Kálfaströnd. Allt sem þau framleiða vinna þau sjálf og selja á veitingastaðnum sínum Kaffi Borgum í Dimmuborgum. 

Hefur þú smakkað reykt Geitakjöt?



www.kaffiborgir.is

heidbjort og pall hveravellir.jpg

Brakandi ferskt grænmeti er týnt alla daga á Hvervöllum. Ræktunin er visvæn enda eru gróðurhúsin hituð upp með hveravatni. Páll ólst upp á Hveravöllum og er fjórði ættliðurinn sem ræktar grænmeti þar.

 

Komdu við á Hveravöllum á virkum degi og nældu þér í ekta íslenskt grænmeti!

Opið frá kl. 8-12 og 13-16.


www.islenskt.is

Heiðbjört og Páll

Garðyrkjubændur

bottom of page